Enski boltinn

Ljónið Lukaku eða litla kisan Lukaku | Tölurnar segja vissulega sína sögu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Vísir/Getty
Romelu Lukaku er á sínu fyrsta tímabili með Manchester United og byrjaði mjög vel. Það hefur minna farið fyrir kappanum í síðustu leikjum.

Romelu Lukaku náði ekki að skora á móti Chelsea um helgina ekki frekar en félagar hans í Manchester United-liðinu.

Þetta var fjórði deildarleikurinn í röð sem Romelu Lukaku kemst ekki á blað en hann skoraði sjö mörk í fyrstu sjö leikjunum sínum með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.



Liðin sem Romelu Lukaku hefur skorað á móti og sæti þeirra í deildinni:

West Ham (2 mörk) - 18. sæti

Swansea (1 mark) - 19. sæti

Stoke (1 mark) - 14. sæti

Everton (1 mark) - 15. sæti

Southampton (1 mark) - 13. sæti

Crystal Palace (1 mark) - 20. sæti

Liðin sem Romelu Lukaku hefur ekki skorað á móti og sæti þeirra í deildinni:

Leicester - 12. sæti

Liverpool - 5. sæti

Huddersfield - 10. sæti

Tottenham - 3. sæti

Chelsea - 4. sæti



Það er því ekkert skrýtið að menn séu að skjóta aðeins á kappann á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.





Það er bara mikið til í þessu gríni eins og sést enn betur á þessari tölfræði hér fyrir neðan.



Leikir Romelu Lukaku á móti liðum í 1. til 12. sæti

5 leikir

450 mínútur

0 mörk

2 stoðsendingar

Skapað mark á 225 mínútna fresti



Leikir Romelu Lukaku á móti liðum í 13. til 20. sæti

6 leikir

540 mínútur

7 mörk

1 stoðsending

Skapað mark á 67,5 mínútna fresti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×