Enski boltinn

Wright: Ánægður að Bilic var rekinn

Wright og Bilic eru góðir vinir
Wright og Bilic eru góðir vinir vísir/getty
Fyrrum sóknarmaður West Ham sagði að sem vinur Slaven Bilic sé hann ánægður með að Króatinn hafi verið rekinn frá Lundúnaliðinu.

Ian Wright spilaði með West Ham tímabilið 1998-99 og á að baki 33 landsleiki fyrir England. Honum er vel til vina með Slaven Bilic og sagði hann að vegna heilsu Bilic sé gott að hann var rekinn.

„Sem vinur hans er ég í raun ánægður, vitandi hvað hann hefur gengið í gegnum,“ sagði Wright í viðtali við BBC.

„Af heilsufarsástæðum þarf hann að komast í burtu frá þessu. Þú getur ekki unnið undir því að eftir tvo leiki gætir þú verið atvinnulaus.“

Bilic var hjá West Ham frá vormánuðum 2015 þar til hann var rekinn úr starfi í gær.

Undir hans stjórn endaði liðið í 11. sæti á síðasta tímabili, en er nú í fallsæti eftir 1-4 tap gegn Liverpool um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×