Enski boltinn

Baines meðal þeirra bestu í sögunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leighton Baines skoraði úr vítaspyrnu og tryggði Everton mikilvægan sigur
Leighton Baines skoraði úr vítaspyrnu og tryggði Everton mikilvægan sigur vísir/getty
Leighton Baines tryggði Everton sigur á Watford um helgina með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Með markinu kom Baines sér á lista yfir 10 bestu vítaskyttur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann er með þriðju bestu nýtingu allra á listanum, en því tíunda yfir skoruð mörk úr vítaspyrnum.

Efstur á lista er Alan Shearer, fyrrum landsliðsmaður Englands, en hann skoraði 56 mörk úr vítaspyrnum á ferli sínum í ensku deildinni þar sem hann gerði garðinn frægann með Newcastle.

Bestu vítanýtinguna hafði Matt Le Tissier, en hann skoraði 25 mörk úr 26 spyrnum. Verstu nýtinguna hafði Teddy Sheringham. Hann skoraði einungis úr tveimur þriðju af spyrnunum sem hann tók.

1. Shearer 56/67 83.6% 

2. Lampard 43/50 86%

3. Gerrard 32/41 78%

4. Le Tissier 25/26 96.2%

5. Henry 23/25 92%

6. Unsworth 22/26 84.6%

7. Rooney 21/29 72.4%

8. Sheringham 21/31 67.7%

9. Agüero 20/24 83.3%

10. Baines 19/21 90.5%


Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma Everton

David Unsworth vann sinn fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri Everton þegar liðið lagði Watford á heimavelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×