Sport

Þakkaði læknunum sem björguðu fætinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Miller er hér borinn af velli.
Miller er hér borinn af velli. vísir/getty

Allt lítur út fyrir að Zach Miller, innherji Chicago Bears, muni halda báðum fótum en litlu mátti muna að taka þurfti annan fótinn af við hné eftir að hann meiddist illa í leik.

Farið var með Miller í bráðaaðgerð þar sem slagæð hafði farið í sundur. Hóað var í helstu sérfræðinga í New Orleans og með þeirra aðstoð tókst væntanlega að bjarga fætinum.

„Ég er kominn yfir margar erfiðar hindranir og með áframhaldandi hjálp lækna mun ég komast yfir enn fleiri,“ sagði Miller.

„Án aðstoðar alls þessa fagfólks er ég ekki viss um að útkoman hefði verið eins góð og raun ber vitni. Ég veit vel að mín bíða erfiðir tímar en stuðningurinn sem ég hef fengið er ómetanlegur og hvetur mig áfram. Ég hef áður verið laminn niður en ætla að rísa upp aftur.“

Hnéð á Miller fór í mask er hann var að grípa boltann í endamarkinu eins og sjá má hér að neðan.

Þetta er hrikalegt að sjá. vísir/getty
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.