Enski boltinn

United hlaupið minnst allra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nemanja Matic er eini leikmaður United sem nennir að hlaupa, samkvæmt tölfræðinni.
Nemanja Matic er eini leikmaður United sem nennir að hlaupa, samkvæmt tölfræðinni. Vísir/Getty
Manchester United hefur hlaupið minnst allra liða í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabilinu.

Menn Jose Mourinho hafa aðeins hlaupið 1162km í fyrstu 11 leikjunum á móti 1256 kílómetrum Bournemouth í fyrsta sætinu.

Topplið Manchester City situr um miðja deild með 1225km líkt og nýliðar Brighton.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa farið 1209km en Jóhann Berg Guðmundsson er í fimmta sæti með liði sínu Burnley eftir 1238km.

United menn eru heldur ekki mikið fyrir það að spretta, þeir hafa aðeins tekið 5210 spretti og eru í fimmtánda sæti listans yfir fjölda þeirra.

Þar er toppliðið hins vegar á toppnum með 6198 spretti, langt á undand Watford í öðru sætinu með 5950.

West Ham tók fæsta spretti eða 4942 stykki.

Liðsfélagi Jóhanns Berg, Jack Cork, hefur hlaupið mest allra einstaklinga, eða 133km.

Nemanja Matic, Cristian Eriksen og Granit Xhaka eru einu leikmenn stóru liðanna sem komast á topp 10 listann.

Töflurnar í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×