Viðskipti erlent

Kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi í Paradísarskjölunum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Paradísarskjölin stafa meðal annars frá félögum á Bermúda og Singapúr.
Paradísarskjölin stafa meðal annars frá félögum á Bermúda og Singapúr. vísir/pexels.

Nöfn nokkurra nafntogaðra Íslendinga er að finna í Paradísarskjölunum, gagnaleka sem varpar ljósi á eignir og fjárhag um 120 stjórnmálamanna og sumra af ríkustu einstaklingum heims.

Fram kom í fréttaskýringarþættinum Kveiki, sem sýndur var á RÚV fyrr í kvöld, að tiltölulega fá íslensk nöfn sé að finna í Paradísarskjölunum en ástæðan fyrir því er sú að íslensku bankarnir virðast ekki hafa notfært sér þær aflandsþjónustur sem gögnin taka til.

Þó er þar að finna nokkur kunnugleg nöfn úr íslensku viðskiptalífi.

Í fyrsta lagi kom nafn athafnamannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar fyrir í skjölunum en hann á félag á Bermúda. Björgólfur og faðir hans voru áberandi í Panamaskjölunum svokölluðu sem afhjúpuð voru árið 2016. Þar kom fram að þeir tengdust að minnsta kosti fimmtíu aflandsfélögum í skattaskjólum sem voru stöfnuð í gegnum lögfræðistofuna Mossack Fonseca í Panama.

Þá á Gísli Hjálmtýsson að sama skapi félag á Bermúda.

Í skjölunum er Róbert Guðfinnsson einnig að finna en hann á félag á Möltu. Annars er takmarkaðar upplýsingar er að finna í göngunum um umfang þessara félaga.

Þá birtust nöfn starfsmanna Landsvirkjunar jafnframt í skjölunum. Landsvirkjun brá einnig fyrir í Panamaskjölunum á sínum tíma. Í Kveiki kom fram að svar við fyrirspurn til Landsvirkjunar hafi verið á þá leið að málið hafi verið athugað í kjölfar Panama-lekans og það rætt innan stjórnar fyrirtækisins. Hins vegar hafi verið ákveðið að halda rekstri félagsins og staðsetningu þess á Bermúda óbreyttri, að minnsta kosti um sinn.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.