Erlent

Þingnefnd sviptir Le Pen þinghelginni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Marine Le Pen.
Marine Le Pen. Nordicphotos/AFP
Franska þingið svipti Marine Le Pen, sem laut í lægra haldi fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum fyrr á árinu, þinghelgi í gær. Þverpólitísk þingnefnd tók þá ákvörðun í gær.

Franskir saksóknarar rannsaka um þessar mundir birtingu Le Pen á grófum myndum af athöfnum skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Le Pen birti myndirnar árið 2015 og sýndi ein myndanna hauslausan líkama bandaríska blaðamannsins James Foley. Önnur mynd sýndi skriðdreka keyra yfir fanga samtakanna og sú þriðja sýndi fanga sem kveikt hafði verið í.

Slík myndbirting er ólögleg í Frakklandi en vegna þinghelgi hefur ekki verið hægt að ákæra hana hingað til.

„Það er greinilega betra að vera hryðjuverkamaður sem kemur aftur heim frá Sýrlandi en þingmaður sem fordæmir aðgerðir Íslamska ríkisins,“ sagði Le Pen á Twitter í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×