Lífið

Claire Foy sendir frá sér yfirlýsingu vegna Adams Sandler

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snerting Sandler vakti mikla athygli.
Snerting Sandler vakti mikla athygli. Vísir/Skjáskot
Leikkonan Claire Foy, sem þekktust er fyrir að leika Elísabetu Englandsdrottningu í þáttunum The Crown, hefur sent frá sér í yfirlýsingu eftir að mikil reiði blossaði upp á samfélagsmiðlum gagnvart leikaranum Adam Sandler.

Foy og Sandler voru bæði gestir Graham Norton í sjónvarpsþætti hans í liðinni viku og snerti Sandler þar læri Foy tvisvar þannig að mörgum fannst óviðeigandi.

Þá vildu ýmsir meina að Foy hefði verið vandræðaleg þegar hún ýtti hönd Sandler af lærinu. Margir hrósuðu Foy fyrir hvernig hún brást við á meðan aðrir gagnrýndu Sandler fyrir óviðeigandi hegðun.

Í yfirlýsingu sem talsmaður Foy hefur komið áleiðis til fjölmiðla segir að leikkonan telji að Sandler meint neitt með þessari snertingu og að Foy sé ekki á neinn hátt móðguð vegna hennar.

via GIPHY


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×