Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vestmannaeyjabær tekur við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja næsta sumar og samgöngur til Vestfjarða verða efldar í vetur. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálfsjö og rætt við Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja.

Í fréttatímanum tölum við líka við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, í beinni útsendingu en flokkurinn þarf að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum, eigi þingflokkurinn ekki að þurrkast út.

Þá hittum við íslensk frændsystkini á unglingsaldri sem komust ómeidd frá hryðjuverkaárásinni í Manchester í vor og standa nú fyrir söfnun til styrktar aðalsjúkrahúsi borgarinnar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, klukkan 18.30.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×