Gæludýr nú velkomin á veitingastaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. október 2017 10:00 Gæludýraeigendur geta nú tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins. „Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Þau mega bara koma á morgun, eða í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við Vísi. Hún undirritaði í dag breytingu á reglugerð um hollustuhætti um hunda og ketti á veitingastöðum. Breytingin kveður á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða sé heimilt að leyfa gestum að koma með hunda og ketti inn á veitingastaði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Reglugerðin gildir um alla einkarekna veitingastaði. Vilji rekstraraðilar opna dyr sínar fyrir ferfætlingum þurfa þeir að tilkynna það til heilbrigðisnefndar en ekki þarf að biðja um sérstakt leyfi. „Í reglugerðinni segir að það þurfi að hafa það mjög sýnilegt við hurð eða eitthvað slíkt að gæludýr séu leyfð inni á viðkomandi stað. Það á að vera fólki ljóst, viðskiptamönnum sem labbar inn hvernig aðstæður eru. Það eru bara einhverjir svona hlutir sem er verið að tiltaka,“ segir Björt. „Þetta er ekki opinberir staðir eins og heilsugæslur eða neitt slíkt því þar hefur fólk ekki val um að mæta. En þetta á við um veitingamenn sem vilja opna sínar dyr.“Done and done! Komið fagnandipic.twitter.com/GcreuSBGKe— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) October 26, 2017 Björt tilkynnti tillöguna fyrst á ársfundi Bjartrar framtíðar í byrjun september. Við það tilefni sagði hún við fréttastofu að um tímabærar breytingar væri að ræða. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“
Tengdar fréttir Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01 Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41 Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Borgarstjórn tekur slaginn við ríkið um gæludýrahald á veitingastöðum "Ég er mjög hamingjusöm,“ segir Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sem vill leyfa veitingamönnum að ráða því hvort þeir leyfa dýrahald á stöðum sínum. 19. maí 2015 16:01
Vill að eigendur staða fái frelsi til að setja sér reglur um gæludýr „Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“ 18. maí 2015 16:41
Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. 3. september 2017 14:00