Erlent

Tugir fórust í sprengingu í flugeldaverksmiðju í Indónesíu

Atli Ísleifsson skrifar
Einungis eru sex vikur frá því að starfsemi hófst í verksmiðjunni.
Einungis eru sex vikur frá því að starfsemi hófst í verksmiðjunni. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 47 eru látnir eftir að mikil sprenging varð og eldur kom upp í flugeldaverksmiðju í Indónesíu í dag. Frá þessu greinir AFP.

Lögregla segir eldinn hafa komið upp um klukkan níu að morgni að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Verksmiðjan er í Tangerang, vestur af höfuðborginni Jakarta.

Í frétt BBC segir að enn sé á huldu hvað margir hafi látið lífið í eldinum, en alls eru starfsmenn verksmiðjunnar 103 talsins.

Einungis eru sex vikur frá því að starfsemi hófst í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×