Öryggisnet löggæslunnar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2017 15:00 Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun