Innlent

Nýtt áhættumat verður unnið um innflutning hunda og katta

Birgir Olgeirsson skrifar
Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018.
Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018. vísir/getty

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun láta semja nýtt áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings hunda og katta. Sérstaklega verða möguleikar á breytingum vegna leiðsöguhunda skoðaðir. Áfram er lögð áhersla á að viðhalda hinni góðri stöðu sem Ísland hefur með tilliti til dýrasjúkdóma.

Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku, mun annast skýrslugerð. Hann hefur áður unnið skýrsluna: „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“ sem birt var í september 2015.

Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir þetta mikil gleðitíðindi á Facebook-síðu sinni. Hún segir löngu tímabært að endurnýja áhættumatið sem mörgum gæludýraeigendum þyki vera tímaskekkja.

„Ég er fullviss um að nýtt, óhlutdrægt og faglegt áhættumat muni skerpa á þessum málum, öllum til hagsbóta.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.