Innlent

Nýtt áhættumat verður unnið um innflutning hunda og katta

Birgir Olgeirsson skrifar
Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018.
Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018. vísir/getty
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun láta semja nýtt áhættumat fyrir íslensk stjórnvöld vegna innflutnings hunda og katta. Sérstaklega verða möguleikar á breytingum vegna leiðsöguhunda skoðaðir. Áfram er lögð áhersla á að viðhalda hinni góðri stöðu sem Ísland hefur með tilliti til dýrasjúkdóma.

Dr. Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku, mun annast skýrslugerð. Hann hefur áður unnið skýrsluna: „Áhættumat vegna innflutnings lifandi dýra í frjálsu flæði samkvæmt reglum ESB“ sem birt var í september 2015.

Áætlað er að skýrslan verði tilbúin í apríl 2018.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir þetta mikil gleðitíðindi á Facebook-síðu sinni. Hún segir löngu tímabært að endurnýja áhættumatið sem mörgum gæludýraeigendum þyki vera tímaskekkja.

„Ég er fullviss um að nýtt, óhlutdrægt og faglegt áhættumat muni skerpa á þessum málum, öllum til hagsbóta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×