Íslenski boltinn

Hallur framlengir á Skaganum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hallur Flosason í góðum gír við undirskriftina.
Hallur Flosason í góðum gír við undirskriftina. mynd/ía
Hallur Flosason, leikmaður ÍA, hefur framlengt samning sinn um tvö ár við uppeldisfélagið og tekur því slaginn með liðinu í Inkasso-deildini á næsta ári.

Hallur, sem er 24 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði ÍA, undanfarin ár en hann á að baki 65 leiki fyrir Skagamenn í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.

„Ég er mjög ánægður með að hafa framlengt samninginn og fá tækifæri til að vinna áfram með þessum strákum sem eru í liðinu,“ segir Hallur í fréttatilkynningu frá ÍA.

„Svo  verður auðvitað spennandi að fá að vinna með Jóa Kalla og Sigga Jóns, mér lýst mjög vel á þá. Það er heiður að fá að vera partur af þessari uppbyggingu sem er í gangi á Skaganum og allir í liðinu erum ákveðnir í því að taka liðið upp á næsta level.“

Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í tólfta og neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×