Lífið

Fjögurra daga Íslandsferð ærði áhorfendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þá var kátt í höllinni!
Þá var kátt í höllinni! Skjáskot
Sjónvarpskokkurinn og spjallþáttastjórnandinn Rachel Ray kom áhorfendum í sjónvarpssal rækilega á óvart í gær.

Um var að ræða tvö þúsundasta þátt sjónvarpskonunnar og var mikið um dýrðir. Hver stórstjarnan á fætur annarri heiðraði Ray - þar á meðal spjallþáttadrottningin Ophrah Winfrey og stjörnukokkurinn Emeril Lagasse.

Það voru þó ekki gestir þáttarins sem vöktu mestu lukkuna hjá áhorfendum. Eins og góðum spjallþáttastjórnanda sæmir útdeildi Rachel Ray jafnframt fjölda gjafa til fólksins í salnum og ætlaði allt um koll að keyra þegar hún tilkynnti um forláta, fjögurra daga Íslandsferð í boði hússins.

Myndband af tryllingnum má sjá hér að neðan en innifalið í ferðinni er gisting í fjórar nætur á Hótel Kletti (sem Rachel Ray átti í stökustu vandræðum með að bera fram), flug með WOW Air fram og til baka ásamt vali um hvala- eða norðurljósaskoðun með Special Tours. „Ég hef aldrei farið þangað!“ sagði Rachel Ray og af viðbrögðunum að dæma má ætla að fleiri í salnum séu í þeim hópi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×