Enski boltinn

Kane verður ekki með á móti Manchester United á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Dier hjálpar Harry Kane á fætur.
Eric Dier hjálpar Harry Kane á fætur. vísir/getty
Tottenham verður án framherjans Harry Kane þegar að liðið mætir Manchester United í stórleik helgarinnar í hádeginu á morgun.

Kane fór af velli í 4-1 sigrinum á Liverpool um síðustu helgi og hélt aftan um lærið en hann var svo ekki í leikmannahóp Tottenham í deildabikarnum á móti West Ham á miðvikudagskvöldið.

„Við skulum sjá til,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, við fjölmiðla aðspurður eftir tapið gegn West Ham hvort Kane yrði með á laugardaginn. Hann staðfesti svo í morgun að hann er tognaður aftan í læri og getur ekki spilað um helgina.

Hann tók Fernando Llorente af velli þegar 20 mínútur voru eftir gegn West Ham þar sem hann vissi að hann þyrfti líklega á honum að halda gegn United á morgun.

Harry Kane hefur verið í banastuði í byrjun leiktíðar en hann er nú þegar búinn að skora átta mörk í níu leikjum í úrvalsdeildinni og fimm mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×