Enski boltinn

Tottenham saknaði Kane ekki neitt þegar að hann var frá á síðustu leiktíð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane skoraði tvívegis í sigrinum á Liverpool um síðustu helgi.
Harry Kane skoraði tvívegis í sigrinum á Liverpool um síðustu helgi. vísir/getty
Eins og greint var frá í morgun verður Tottenham án framherjans Harry Kane í stórleiknum á móti Manchester United á morgun.

Liðin mætast á Old Trafford klukkan 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en United hefur unnið 20 af 25 síðustu leikjum liðanna í Manchester.

Kane er búinn að vera í miklu stuði í byrjun leiktíðar en hann er búinn að skora átta mörk í úrvalsdeildinni og fimm til viðbótar í Meistaradeildinni. Hann er augljóslega einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Þrátt fyrir að raða inn mörkum undanfarin ár saknaði Tottenham hans lítið sem ekkert á síðustu leiktíð þegar að hann var frá vegna meiðsla. Það veit á gott fyrir morgundaginn.

Í átta leikjum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili tapaði Tottenham engum þegar Kane var fjarverandi. Liðið vann fimm leiki af átta og gerði þrjú jafntefli. Það skoraði þrettán mörk og fékk aðeins á sig fimm.

Fernando Llorente mun væntanlega leiða línuna hjá Tottenham á Old Trafford í hádeginu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×