Leikjavísir

GameTíví spilar íslenska leikinn Triple Agent

Samúel Karl Ólason skrifar
Þau fimm tóku einn leik til að átta sig á hvernig leikurinn virkar og í senn sýna áhorfendum.
Þau fimm tóku einn leik til að átta sig á hvernig leikurinn virkar og í senn sýna áhorfendum.
Þau Óli, Donna og Tryggvi í GameTíví fengu þá Sigurstein og Brynjar frá tölvuleikjafyrirtækinnu Tasty Rook til sín í sett á dögunum. Þeir voru mættir til að sýna þeim nýjasta leik þeirra Triple Agent.

Um er að ræða snjallsímaleik, sem er í raun nokkurs konar samkvæmisleikur, þar sem spilarar reyna að ljúga að og afvegaleiða mótspilara sína og halda hlutverki sínu leyndu. Spilararnir þurfa að átta sig á því hver er vondur og hver er góður.

Þau fimm tóku einn leik til að átta sig á hvernig leikurinn virkar og í senn sýna áhorfendum. Óhætt er að segja að spennan hafi verið mikil og tortryggnin hafi verið meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×