Hildur aðstoðar Ívar og hann er búinn að velja landsliðið fyrir nóvember-leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 15:53 Helena Sverrisdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fimmtán manna hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM 2019. Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu. Hildur Sigurðardóttir hefur verið að gera frábæra hluti með nýliða Breiðabliks í Domino´s deild kvenna og hún er nú orðin aðstoðarþjálfari Ívars. Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Laugardalshöll15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum: Það vekur athygli að þarna eru margar stelpur sem geta spilað nálægt körfunni en þá fá ungar stelpur tækifærið hjá Ívari að þessu sinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir mun allar berjast um það að spila undir körfunni í þessum leikjum. Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur eru báðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Guðbjörg er ein af fjórum Valskonum í liðinu en ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum að þessu sinni. Hin efnilegi leikstjórnandi úr Haukum, Þóra Kristín Jónsdóttir, kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleik en hún fékk sín fyrstu tækifæri í æfingaferð í sumar. Tveir leikmenn eru í hópnum sem spila erlendis en það eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir sem spilar með Leganés á Spáni og Sandra Lind Þrastardóttir sem spilar með Horsholms í Danmörku.Landsliðshópurinn: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell 13 landsleikir Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík 3 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Valur 2 Embla Kristínardóttir, Grindavík 14 Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík 5 Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur 10 Hallveig Jónsdóttir, Valur 10 Helena Sverrisdóttir, Haukar 64 Hildur Björg Kjartansdóttir, Leganés, Spánn 17 Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan 40 Ragnheiður Benónísdóttir, Valur 3 Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Danmörk 14 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur 49 Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 7 Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar 2 Körfubolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fimmtán manna hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM 2019. Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu. Hildur Sigurðardóttir hefur verið að gera frábæra hluti með nýliða Breiðabliks í Domino´s deild kvenna og hún er nú orðin aðstoðarþjálfari Ívars. Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Laugardalshöll15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum: Það vekur athygli að þarna eru margar stelpur sem geta spilað nálægt körfunni en þá fá ungar stelpur tækifærið hjá Ívari að þessu sinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir mun allar berjast um það að spila undir körfunni í þessum leikjum. Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur eru báðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Guðbjörg er ein af fjórum Valskonum í liðinu en ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum að þessu sinni. Hin efnilegi leikstjórnandi úr Haukum, Þóra Kristín Jónsdóttir, kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleik en hún fékk sín fyrstu tækifæri í æfingaferð í sumar. Tveir leikmenn eru í hópnum sem spila erlendis en það eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir sem spilar með Leganés á Spáni og Sandra Lind Þrastardóttir sem spilar með Horsholms í Danmörku.Landsliðshópurinn: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell 13 landsleikir Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík 3 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Valur 2 Embla Kristínardóttir, Grindavík 14 Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík 5 Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur 10 Hallveig Jónsdóttir, Valur 10 Helena Sverrisdóttir, Haukar 64 Hildur Björg Kjartansdóttir, Leganés, Spánn 17 Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan 40 Ragnheiður Benónísdóttir, Valur 3 Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Danmörk 14 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur 49 Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 7 Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar 2
Körfubolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira