Innlent

Fylgi Framsóknarflokksins eykst

Þórdís Valsdóttir skrifar
Framsóknarflokkurinn hefur bætt við sig rúmlega þremur prósentum.
Framsóknarflokkurinn hefur bætt við sig rúmlega þremur prósentum. Vísir/Ernir
Fylgi Framsóknarflokksins vaxið frá síðustu mælingu MMR og mælist nú 11,7 prósent. Fylgi flokksinns hefur því aukist um rúmlega þrjú prósentustig. Þá hefur fylgi Vinstri grænna minnkað um tæplega þrjú prósentustig og mælist flokkurinn nú með 16,6 prósenta fylgi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var í dag og í gær. Heildarfjöldi svarenda voru 980 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 21,3 prósenta fylgi en hefur þó misst um 1,5 prósenta fylgi frá því í síðustu könnun. Þar á eftir fylga Vinstri Grænir með 16,6 prósenta fylgi.

Samfylkingin mælist með 12,5 prósenta fylgi og yrði því þriðji stærsti þingflokkurinn samkvæmt könnuninni.

Fylgi Framsóknarflokksins og Miðflokksins er nánast á pari. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,7 prósenta fylgi og Miðflokkurinn með 11,4 prósent. Þá eru Píratar með 11 prósenta fylgi.

Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×