Enski boltinn

Rekinn út af fyrir að míga í miðjum leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Crocombe varð mál í miðjum leik.
Max Crocombe varð mál í miðjum leik. vísir/getty
Max Crocombe, markvörður enska utandeildarliðsins Salford City, fékk að líta rauða spjaldið þegar liðið vann 2-1 sigur á Bradford Park Avenue í dag.

Það er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Crocombe var rekinn af velli fyrir að pissa á meðan leiknum stóð.

Annar línuvörðurinn stóð Crocombe að verki og tilkynnti hlanddólginn til dómara leiksins sem rak hann umsvifalaust út af.

Ekki nóg með það heldur kvartaði áhorfandi formlega undan Crocombe og málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.

Fyrr í mánuðinum kom upp svipað mál í leik Turris og Sarnese í ítölsku D-deildinni. Giovanno Liberti, leikmaður Turris, fékk þá fimm leikja bann fyrir að pissa í átt að stuðningsmönnum Sarnese.

Salford City er í eigu fyrrverandi leikmanna Manchester United; Nicky Butt, Paul Scholes, Ryan Giggs og bræðranna Gary og Phil Neville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×