Lífið

Adam Sandler gagnrýndur fyrir að snerta lærið á Crown-leikkonunni Claire Foy

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snertingin umdeilda hefur vakið athygli.
Snertingin umdeilda hefur vakið athygli. Vísir/Skjáskot
Leikarinn Adam Sandler hefur verið gagnrýndur fyrir að snerta leikkonuna Claire Foy á óviðeigandi hátt í breska spjallþættinum The Graham Norton Show. Áhorfendum þótti Foy „vandræðaleg“ er hún ýtti hönd Sandlers af læri sínu þar sem þau sátu í sófa í setti spjallþáttarins.

Þá virtist breska leikkonan Emma Thompson, sem einnig var gestur þáttarins, taka eftir snertingunni og setja upp vanþóknunarsvip.

Í yfirlýsingu frá talsmönnum Sandlers hefur síðan komið fram að leikarinn hafi einungis ætlað að sýna Foy vinarhót með snertingunni og að hann hafi sýnt af sér sambærilega hegðun í garð leikarans Dustin Hoffman í spjallþætti Jimmy Fallon fyrr í mánuðinum.

Twitter-notendur lýstu margir yfir óánægju með hegðun Sandlers eftir að þátturinn var sýndur en viðbrögð þeirra eru m.a. tekin saman í frétt breska dagblaðsins Telegraph.

Klippu úr umræddum þætti The Graham Norton Show má svo sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×