Körfubolti

Höttur skipti um Kana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Moss í leik með Hetti á síðasta tímabili
Moss í leik með Hetti á síðasta tímabili mynd/austurfréttir

Nýliðar Hattar í Dominos deild karla í körfubolta hafa fengið til liðs við sig nýjan bandarískan leikmann.

Leikmaðurinn er þó í raun gamall, en það er Aaron Moss sem spilaði með félaginu á síðasta tímabili. Taylor Stafford hefur í staðinn yfirgefið félagið.

„Okkar mat að þessu sinni var að við þyrftum mann sem gæti dekkað fleiri stöður, veitti okkur meiri fjölbreytni og væri sterkari í teignum,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari félagsins í frétt á vefsíðu Austurfrétta.

„Við vildum ekki taka neina áhættu. Moss stóð sig vel í fyrra og var til í að koma aftur. Þetta gekk hratt fyrir sig, hann kom austur í hádeginu í gær og æfði með liðinu í gærkvöldi.“

Moss var einn besti leikmaður fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili, stoðsendingahæstur með 8,9 stykki í leik, og með 23,5 stig og 12,2 fráköst að meðaltali.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.