Enski boltinn

Mourinho: Höfum ekkert að sanna á Anfield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho ætlar sér sigur á Anfield.
José Mourinho ætlar sér sigur á Anfield. vísir/getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðið hafi ekkert að sanna í stórleiknum gegn Liverpool á laugardaginn.

„Við þurfum ekki að sanna neitt. Við erum með okkar markmið fyrir tímabilið, við vitum hvert við viljum fara og hvernig við ætlum að gera það,“ sagði Mourinho í samtali við Sky Sports.

United og Liverpool gerðu jafntefli í báðum deildarleikjunum á síðasta tímabili. Portúgalinn segir að United sé betur í stakk búið til að vinna Liverpool í ár en í fyrra.

„Við erum með betra lið. Það væri ósanngjarnt að segja að [Romelu] Lukaku og [Nemanja] Matic hafi ekki komið sterkir inn. Við verðum að viðurkenna það og þeir eiga hrós skilið,“ sagði Mourinho. Hann segist njóta þess að stýra liðum á móti Liverpool á Anfield.

„Ég vil spila við bestu liðin á bestu völlunum; völlum með sögu. Ég hef átt góð og slæm augnablik á Anfield,“ sagði Mourinho.

United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig en Liverpool er í því sjöunda með 12 stig.


Tengdar fréttir

Mane-laust Liverpool-lið næstu sex vikur

Liverpool varð fyrir áfalli í þessu landsleikjahléi því meiðslin sem Sadio Mane varð fyrir í leik með landsliði Senegal um helgina eru alvarleg.

Hárþurrkan kom oftast á Anfield

Það var þekkt í stjóratíð Sir Alex Ferguson á Old Trafford að hann léti leikmenn oft á tíðum heyra það í svokölluðum hárþurrku-ræðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.