Enski boltinn

Scholes í viðræðum við Oldham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Scholes spilar golf í frístundum. Þeim fækkar ef hann tekur við Oldham.
Paul Scholes spilar golf í frístundum. Þeim fækkar ef hann tekur við Oldham. vísir/getty
Oldham Athletic hefur rætt við Paul Scholes um að taka að sér þjálfun liðsins.

Oldham er í stjóraleit eftir að John Sheridan hætti í síðasta mánuði. Oldham situr í 19. sæti ensku C-deildarinnar.

Hinn 42 ára gamli Scholes hélt með Oldham í æsku en lék allan sinn feril með Manchester United þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna. Þá lék Scholes 66 landsleiki fyrir England á árunum 1997-2004.

Scholes hefur enga reynslu sem knattspyrnustjóri. Síðan hann lagði skóna á hilluna 2013 hefur hann unnið sem álitsgjafi í sjónvarpi auk þess sem hann á hlut í utandeildarliðinu Salford City ásamt félögum sínum úr hinum svokallaða '92-árgangi hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×