Enski boltinn

Scholes í viðræðum við Oldham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Scholes spilar golf í frístundum. Þeim fækkar ef hann tekur við Oldham.
Paul Scholes spilar golf í frístundum. Þeim fækkar ef hann tekur við Oldham. vísir/getty

Oldham Athletic hefur rætt við Paul Scholes um að taka að sér þjálfun liðsins.

Oldham er í stjóraleit eftir að John Sheridan hætti í síðasta mánuði. Oldham situr í 19. sæti ensku C-deildarinnar.

Hinn 42 ára gamli Scholes hélt með Oldham í æsku en lék allan sinn feril með Manchester United þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna. Þá lék Scholes 66 landsleiki fyrir England á árunum 1997-2004.

Scholes hefur enga reynslu sem knattspyrnustjóri. Síðan hann lagði skóna á hilluna 2013 hefur hann unnið sem álitsgjafi í sjónvarpi auk þess sem hann á hlut í utandeildarliðinu Salford City ásamt félögum sínum úr hinum svokallaða '92-árgangi hjá Manchester United.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira