Handbolti

Halldór Jóhann: Hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Halldór furðar sig á ákvörðun dómaranna.
Halldór furðar sig á ákvörðun dómaranna. vísir/eyþór

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Víkingi í kvöld.
„Ég er mjög sáttur. Við byrjum leikinn af miklum krafti og náum góðri forystu. Við náum að rúlla liðinu vel og hvíla þá sem eru búnir að spila margar mínútur síðustu vikur. Það er strembið ferðalag til Rússlands á morgun og við hefðum ekki getað teiknað þetta betur upp. “
Halldór getur ekki verið annað en ánægður með það hvernig sínir leikmenn hafa byrjað þetta tímabil. Fimm sigrar í fimm leikjum og tróna hans menn á toppi deildarinnar.
„Ég er mjög ánægður. Við erum búnir að vera mjög solid. Það var helst leikurinn á móti Gróttu þar sem við spiluðum ekki vel en við kláruðum þann leik. Það var mjög gott að eiga ekki sinn besta dag en taka samt stigin tvö. Það er auðvitað lítið búið af mótinu en við þurfum bara að halda fókus og horfa ekki of langt fram í tímann.“
Halldór var að lokum spurður hvernig hann mæti möguleikana í Rússlandi, þar sem þeir mæta St. Pétursborg í síðari leik 2. umferðar EHF bikarsins.
„Ég met þá ágæta. Við ætlum að selja okkur dýrt og þetta verður mikill prófsteinn fyrir liðið. Við ætlum okkur áfram í þessari keppni en hvort það tekst eða ekki verður bara að koma í ljós.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.