Handbolti

Ragnar öflugur og bæði Kiel og Refirnir unnu sína leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Jóhannsson
Ragnar Jóhannsson Vísir/Vilhelm

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og unnu þau öll góða sigra á heimavelli.

Ragnar Jóhannsson átti flottan leik með liðið Hüttenberg sem vann dramatískan eins marks sigur á Die Eulen Ludwigshafen, 28-27.

Christian Rompf skoraði sigurmarkið um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan var 15-15 í hálfleik.

Ragnar skoraði fimm mörk í leiknum og átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína. Hann var þriðji markahæsti maðurinn í sínu liðu og gaf auk þess flestar stoðsendingar.

Bjarki Már Elísson nýtti eina skotið sitt í leiknum þegar Füchse Berlin vann sex marka heimasigur á Erlangen 31-25. Hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg var markahæstur á vellinum með átta mörk í aðeins níu skotum.

Alfreð Gíslason stýrði Kiel til fimm marka heimasigurs á móti FA Göppingen 28-23, en Kiel var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9. Kiel vann þarna sinn annan deildarleik í röð eftir tvö töp í röð þar á undan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira