Sport

Bjarki Evrópumeistari: Ungur og hungraður og langar að halda áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Bjarki Þór Pálsson varð um helgina Evrópumeistari í léttvigt hjá Fightstar bardagasambandinu.  Hann bíður eftir því að komast að hjá stærri samböndum en ætlar að verja titil sinn í desember.  Bjarki ræddi við Arnar Björnsson.

Bjarki Þór sló fyrst í gegn þegar hann varð Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttum, vann Búlgarann Dorian Dermendzhiev, sem þá var ósigraður, í Birmingham fyrir tveimur árum.  Bjarki ákvað síðan að verða atvinnumaður og vann um helgina Bretann, Quamer Hussain um Evrópumeistaratitil Fightstar sambandsins.  Hann hefur því unnið alla fjóra bardaga sína sem atvinnumaður.

Hvernig var tilfinningin að vinna þennan bardaga?

„Hún var hrikalega góð og þetta var alveg yndislegt. Þetta var ekki of auðvelt og ekki of erfitt. Þetta var bara alveg hæfilega gott,“ sagði Bjarki Þór Pálsson í samtali við Arnar Björnsson en hann hafði yfirburði í bardaganum.

„Ég rústaði þessum bardaga,“ sagði Bjarki Þór en hann er hvergi nærri hættur.

„Framhaldið hjá mér er bara titilvörn 9. desember og við erum í viðræðum við nýjan andstæðing. Ef að það kemur ekki tilboð frá stærri samböndum þá mun ég bara taka það en vonandi kemur eitthvað annað tilboð,“ sagði Bjarki Þór. Hann ætlar sér stóra hluti.

„Ég er ungur og hungraður í þetta og langar bara að halda áfram,“ sagði Bjarki. Bjarki keppir fyrir Fightstar sambandið en er það nógu öflugt til að Bjarki verði þar áfram.

„Nei, Fightstar er bara stökkpallur upp í næsta. Mér langar að komast í Bellator og planið mitt var að vera 5-0 ií lok árs. Taka svo Bellator á næsta ári og við sjáum bara hvort að það gangi ekki eftir. Annars held ég bara áfram að berjast þar til að kallið kemur,“ sagði Bjarki Þór en það má sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.