Handbolti

Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Valur er enn þá með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir eins marks endurkomusigur á ÍR, 24-23, í lokaleik 5. umferðar deildarinnar í Valshöllinni í gærkvöldi.

Valur var 14-12 undir í hálfleik og lenti mest fjórum mörkum undir, 17-13, í seinni hálfleik. Með seiglu og betri frammistöðu jöfnuðu heimamenn leikinn í 20-20 og var jafnt á öllum tölum eftir það.

ÍR-ingar fóru í sókn í stöðunni 23-23 en Bergvin Þór Gíslason skaut í stöngina. Valur fékk boltann og tók leikhlé þegar að þrettán sekúndur voru eftir.

Lokasókn Valsmanna endaði með glæsilegu sirkusmarki Antons Rúnarssonar sem var einnig flautumark því ÍR-ingar höfðu ekki tíma til að svara fyrir sig og sigurinn því Valsmanna með þessu fallega marki.

Markið hefði reyndar aldrei átt að standa því Anton hoppar upp inn í teignum sem er ólöglegt en það sést bæði á upptöku 365 frá leiknum sem má sjá hér að ofan og enn betur á myndbandi sem Gróttumaðurinn Þórir Jökull Finnbogason náði úr stúkunni.

Ingvar Guðjónsson, dómari leiksins, sem var innri dómari í atvikinu, missti af þessu ólöglega uppstökki Antons og sigurinn því Valsmanna. ÍR-ingar vafalítið ósáttir með frammistöðu dómarans í þessu atviki.Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki

Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.