Innlent

Bilun í skólphreinsistöð í Ánanaustum

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að viðgerð ljúki í kvöld. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Búist er við að viðgerð ljúki í kvöld. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Eyþór
Bilun hefur komið upp í skólphreinsistöð Veitna í Ánanaustum og verður óhreinsuðu skólpi því veitt í sjó frá dælustöðinni við Faxaskjól í dag.

Í tilkynningu frá Veitum segir að fólki sé bent á að fara ekki í fjöru eða í sjó í nágrenni stöðvarinnar á meðan bilunin varir.

Gert er ráð fyrir að viðgerð ljúki í kvöld.

Bilun kom upp í skólphreinsistöð Veitna í Faxaskjóli í sumar, en þar bilaði neyðarloka þann 12. júní. Viðgerð lauk um miðjan júlímánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×