Lífið

Þorgerður Katrín sýndi sína innri Janice þegar mömmuhjartað sprakk úr stolti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Janice er ein vinsælasta aukapersóna úr sjónvarpsþáttunum Friends en Þorgerður Katrín grípur til hennar við að lýsa tilfinningum sínum á Twitter í morgun.
Janice er ein vinsælasta aukapersóna úr sjónvarpsþáttunum Friends en Þorgerður Katrín grípur til hennar við að lýsa tilfinningum sínum á Twitter í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, sýndi sína innri Janice úr sjónvarpsþáttunum Friends á Twitter í morgun þegar hún tjáði sig um val Geir Sveinssonar, þjálfara karlalandsliðsins í handbolta, á landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki 26. og 28. október næstkomandi við Svíþjóð.  

Sonur Þorgerðar og Kristjáns Arasonar, eiginmanns hennar og fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta, Gísli Þorgeir Kristjánsson, var nefnilega valinn í landsliðið í fyrsta sinn og lýsir Þorgerður tilfinningum sínum við þeim tíðindum með þeim hætti á Twitter að birta GIF af Janice þar sem hún grípur um hjartastað og undir stendur „Oh my God.“

Það er án efa einn þekktasti frasinn úr Friends enda Janice, sem var kærasta Chandler, er einhver vinsælasta aukapersóna þáttanna. Þá má ekki skilja tíst Þorgerðar á annan hátt en að mömmuhjartað hafi sprungið úr stolti þegar sonurinn var valinn í landsliðið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira