Viðskipti innlent

Míla og 365 semja um fastlínusambönd og skammtímatengingar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigrún L. Sigurjónsdóttir frá 365 og Jón Ríkharð Kristjánsson frá Mílu við undirritun samningsins.
Sigrún L. Sigurjónsdóttir frá 365 og Jón Ríkharð Kristjánsson frá Mílu við undirritun samningsins. míla

Míla ehf. og 365 undirrituðu á dögunum samning um fastlínusambönd og skammtímatengingar vegna útsendinga frá Dominosdeild karla og kvenna í körfubolta og Olísdeild karla og kvenna í handbolta.

Í tilkynningu frá Mílu segir að Jón Ríkharð Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílú og Sigrún L. Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 hafi undirritað samninginn.

„365 er með metnaðarfull markmið um dreifingu á íslensku íþróttaefni. Umfjöllun í tengslum við íþróttir verður enn meiri en áður og mun þessi samningur gera 365 kleift að veita áskrifendum sínum enn betri þjónustu og koma öllu efni fljótt og örugglega til áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150