Lífið

Fangaði umfang eyðileggingarinnar í Kaliforníu á myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Þá má glögglega sjá á myndbandinu hvernig sum hús virðast ósnert á meðan húsin við hlið þeirra hafa brunnið til grunna.
Þá má glögglega sjá á myndbandinu hvernig sum hús virðast ósnert á meðan húsin við hlið þeirra hafa brunnið til grunna.

Ljósmyndarinn Douglas Thron notaði dróna til þess að fanga eyðilegginguna vegna mikilla elda í Kaliforníu á stórfenglegan hátt. Minnst 31 er látinn og fjölmargra er saknað en eldarnir brenna enn.

Thron myndaði borgina Santa Rosa sem hefur orðið verulega illa út, en hann notaði drónann til að fylgja eftir póstburðarmanni sem var enn að bera út póstinn í hverfinu þrátt fyrir að fá hús stæðu eftir.

Þá má glögglega sjá á myndbandinu hvernig sum hús virðast ósnert á meðan húsin við hlið þeirra hafa brunnið til grunna. Myndbandið var tekið upp fyrir þremur dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira