Viðskipti innlent

Ný Bónusbúð á grænum grunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Viðskiptavinum gefst kostur á að skilja umbúðir eftir og sér þá Bónus um að flokka og skil
Viðskiptavinum gefst kostur á að skilja umbúðir eftir og sér þá Bónus um að flokka og skil Vísir/Eyþór
Bónus opnar verslun sína á Smáratorgi að nýju á morgun. Búðin verður stærsta Bónusbúð landsins og er umhverfisþáttum gert hátt undir höfði í versluninni.

Í tilkynningu frá Bónus segir að notast sé við umhverfisvænt kælikerfi í kælum og frystum.

„Eina kæliefni kerfanna er íslenskur koltvísýringur í stað freons sem áður var notað. Þá er vélbúnaður kerfanna afar sparneytinn og kælum og frystum er lokað með gegnsæjum lokum. Þannig er umtalsverð orka spöruð auk þess sem hitastig verður jafnara og meðferð vörunnar um leið betri,“ segir í tilkynningunni.

Þá gefst viðskiptavinum kostur á að skilja umbúðir eftir og sér þá Bónus um að flokka og skila. Í tilkynningunni segir að Bónus hafi lagt áherslu á vistvæna meðhöndlun úrgangs og endurvinnsluefna.

„Á síðasta ári flokkaðist sorp fyrirtækisins þannig að 61,2% fór sem bylgjupappi í endurvinnslu, úrgangur til urðunar var 34,9% og lífrænn úrgangur til moltugerðar 3,9%. Bónus mun halda áfram að þróa og efla þátt endurvinnslu í starfsemi sinni og vonast til þess að flokkunarþjónustunni í nýju versluninni verði vel tekið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×