Erlent

Trump staðfestir ekki kjarnorkusamkomulag við Íran

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Trump talaði um samninginn í ávarpi í Hvíta húsinu í dag.
Trump talaði um samninginn í ávarpi í Hvíta húsinu í dag. Vísir/AFP
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, greindi frá því í dag að hann hyggst ekki staðfesta kjarnorkusamning sem nokkrar þjóðir gerðu við Íran árið 2015. Samningurinn kveður á um að Íranir stöðvi kjarnorkuáætlanir sínar gegn því að viðskiptaþvingunum gegn landinu sé aflétt. Sakaði hann Íran um að styðja við hryðjuverkasamtök og að hafa margbrotið ákvæði samningsins.

Hassan Rouhani, forseti Íran, hélt ræðu í ríkissjónvarpi Íran í dag þar sem hann brást við ræðu Trump.Vísir/AFP
Bretar, Þjóðverjar og Frakkar sendu frá sér yfirlýsingu í dag um að þeir ætli að standa við samkomulagið. Þá sagði utanríkismálastjóri Evrópusambandsins í kvöld að Trump hafi ekki vald til að ógilda samkomulagið og að það væri í fullu gildi. Forseti Íran, Hassan Rouhani, sagði slíkt hið sama og sagði að Bandaríkin hafi aldrei verið einangraðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×