Lífið

Tekur ábyrgð á því að hafa klúðrað lokahnykknum í dreifingu plötunnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Páll endurgreiðir öllum sem það kjósa.
Páll endurgreiðir öllum sem það kjósa. Vísir/Anton Brink
Páll Óskar segist taka ábyrgð á því að hafa klúðrað lokahnykknum í dreifingu nýjustu plötu sinnar. „Ég þarf smá hvíld til að ná orkunni minni til baka. Ég þarf að minnka umfangið á dreifingunni og það eru margar lausnir í boði. Ég endurgreiði öllum sem það kjósa,“ skrifar Páll í færslu á Facebook síðu sinni.

Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, var alls kostar ekki sátt við tónlistarmanninn eins og Vísir greindi frá í gær. Sagði hún að Páll Óskar væri að plata fólk til að kaupa plötuna.

„Ég las þetta dreifingar starf gjörsamlega kolvitlaust. Enginn annar,“ skrifar Páll Óskar. Þá býður hann fólki að mæta sér á miðri leið, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og í Kópavogi. „Ég myndi aldrei stunda peningaplokk eða vörusvik. Ef ég býð upp á eitthvað til sölu, plötu eða tónleika, þá fær kúnninn venjulega meira fyrir peningana en hann átti von á.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×