Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jóhann Sigurjónsson, sérfræðing hjá utanríkisráðuneytinu um fiskveiðar Íslendinga í Norður Íshafinu en Jóhann segir að um mikla hagsmuni sé að ræða fyrir Ísland.

Ný íslensk doktorsannsókn sýnir að mæður sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að eignast fyrirbura. Við ræðum við höfum rannsóknarinnar í fréttatímanum.

Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að þrátta við samflokksmenn sína en margir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt hann fyrir grein hans um hælisleitendur. Við ræðum við Ásmund.

Miðflokkurinn kynnti stefnu sína í dag. Fréttastofan var á staðnum.

Þá heimsækjum við Hornafjörð og Hellu í fréttatímanum þar sem hitaveita og slátur koma við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×