Enski boltinn

Carragher telur De Gea vera besta markvörð í heimi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Gea hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu.
De Gea hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu. vísir/getty
Jamie Carragher hefur mikið álit á David de Gea, markverði Manchester United, og segir hann þann besta í heimi. Spánverjinn átti frábæran leik þegar United og Liverpool gerðu markalaust jafntefli á laugardaginn og varði m.a. stórkostlega frá Joël Matip í fyrri hálfleik.

Carragher og Peter Schmeichel fóru yfir bestu markverði heims í þættinum Monday Night Football á Sky Sports í gær. Carragher svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort De Gea væri besti markvörður í heimi.

„Ég held það. Ef ég væri að velja heimslið væri De Gea í því,“ sagði Carragher.

Hann telur De Gea vera næstbesta markvörð sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni.

„Við erum heppnir að vera með besta markvörð í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hérna með okkur,“ sagði Carragher og átti þar við Schmeichel sem hjálpaði United að vinna fimm Englandsmeistaratitla á sínum tíma.

„Við höfum verið með nokkra frábæra markverði, t.d. David Seaman og Petr Cech, en ég myndi setja De Gea í 2. sætið,“ bætti Carragher við.


Tengdar fréttir

De Gea tryggði United toppsætið

Manchester United hefur gengið vel á Anfield síðustu ár en liðið náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á Anfield í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×