Handbolti

Seinni bylgjan: Frammistaða Arons Rafns hefur verið langt frá því að vera í landsliðsklassa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson náði sér engan veginn á strik þegar ÍBV og Valur gerðu 31-31 jafntefli í 6. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn.

Aron Rafn varði aðeins eitt skot í leiknum og var með 6% hlutfallsmarkvörslu.

„Hann var ömurlegur í þessum leik,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær.

„Það verður að segjast að þetta er ekkert frábært veganesti fyrir hann inn í landsleikina gegn Svíum,“ sagði Sebastian Alexandersson sem segir Aron Rafn ekki hafa spilað vel í vetur.

„Við skulum bara segja það hreint út að frammistaða hans hefur verið langt frá því að vera í landsliðsklassa.“

Þrátt fyrir slaka spilamennsku í vetur var Aron Rafn valinn í íslenska landsliðið fyrir vináttulandsleikina gegn Svíum síðar í þessum mánuði. Björgvin Páll Gústavsson og Ágúst Elí Björgvinsson voru einnig valdir en Hreiðar Levý Guðmundsson hlaut ekki náð fyrir augum Geirs Sveinssonar.

„Hann [Aron Rafn] er búinn að vera ömurlegur en ég held að hann ætti alltaf að vera í landsliðinu. Ég myndi frekar vilja sjá Hreiðar í staðinn fyrir Ágúst sem ætti að vera í afrekshópi,“ sagði Jóhann Gunnar.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samanburður á frammistöðu Arons Rafns og Hreiðars Levý á tímabilinu.grafík/stöð 2 sport

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×