Handbolti

Stórleikur Ómars Inga dugði ekki til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi í leik með landsliðinu.
Ómar Ingi í leik með landsliðinu. vísir/afp
Danmerkurmeistarar Århus urðu að sætta sig við tap, 37-32, gegn GOG á útivelli í kvöld í sannkölluðum toppslag í danska handboltanum.

GOG var á toppnum fyrir leikinn með 11 stig en Århus í fjórða sæti með 10 stig. Það var því mikið undir.

Ómar Ingi Magnússon átti stórkostlegan leik fyrir Århus í kvöld. Skoraði níu mörk og gaf tvær stoðsendingar. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Århus og Sigvaldi Guðjónsson tvö.

Sænsku meistararnir í Kristianstad unnu stórsigur, 19-34, gegn Eskilstuna Guif í kvöld.

Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað að þessu sinni.

Kristianstad er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með átta sigra í níu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×