Innlent

Yfir 50 jarðskjálftar í hrinu við Grímsey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kort frá Veðurstofunni þar sem skjálftinn sem mældist yfir þremur er merktur með stjörnu.
Kort frá Veðurstofunni þar sem skjálftinn sem mældist yfir þremur er merktur með stjörnu. veðurstofan
Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan 6 í morgun skammt norðaustan við Grímsey.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hófst jarðskjálftahrina á svæðinu í fyrrinótt sem hefur staðið síðan og hafa yfir 50 skjálftar mælst í hrinunni.

Að sögn sérfræðings hjá jarðvárdeild Veðurstofunnar er ekkert óvenjulegt er við jarðhræringarnar og þá hefur ekki annar skjálfti mælst yfir þremur í hrinunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×