Innlent

Ákæra fyrrum formann Hjólreiðafélags Akureyrar

Sveinn Arnarsson skrifar
Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda í Eyjafirði líkt og annars staðar á landinu.
Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda í Eyjafirði líkt og annars staðar á landinu. vísir/pjetur
Fyrrvarandi formaður Hjólreiðafélags Akureyrar hefur verið ákærður fyrir hafa tekið ófrjálsri hendi tæplega þrjár milljónir króna.

Maðurinn er sagður hafa millifært af reikningi hjólreiðafélagsins yfir á sinn reikning rúmlega tvær og hálfa milljón króna í 53 færslum á árinu 2016. Einnig er hann ákærður fyrir eitt hundrað þúsund króna reikning frá Olís og fyrir viðskipti til eigin nota upp á 225 þúsund krónur með úttektarkorti hjá Olís á nafni hjólreiðafélagsins.

Leiðrétting: Fréttin hefur verið leiðrétt. Sá ákærði er fyrrverandi formaður félagsins og kemur ekki lengur að störfum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×