Fótbolti

Myndir af meintum nýjum búningi ekki á vegum KSÍ

Birgir Olgeirsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir
„Það er ekkert búið að hanna nýjan búning og þetta er ekki á okkar vegum,“ segir Klara Bjartmarz,  framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um myndir sem birtust á vef Footyheadlines af mögulegum búninga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári.

Klara segir myndirnar sem þar birtast ekki frá KSÍ komið og það hafi ekki neinar teikningar verið gerðar af væntanlegum búningum.

„Við erum í ferli með hönnunina en það eru engar teikningar eða neitt. Auðvitað hafa ýmsir sent okkur ýmsar myndir en það er ekkert í hendi og ekkert verið ákveðið hvernig búningurinn mun líta út,“ segir Klara.

Hún segir KSÍ hins vegar vera að skoða hvernig verður staðið að nýja búningnum. „Við erum að tala um að fleiri hönnuðum verði boðið að borðinu og við erum í ferli með Errea í því að skoða hvernig við gerum það.“

Myndin sem Footyheadlines deildi.

Tengdar fréttir

Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi

Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Framkvæmdastjóri KSÍ segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×