Körfubolti

Kristó: Þurftum að ná þessu vonda bragði úr munninum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristófer skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og stal 3 boltum í kvöld
Kristófer skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og stal 3 boltum í kvöld vísir/anton
„Ánægður með stigin tvö,“ voru fyrstu viðbrögð Kristófers Acox eftir sigur KR á ÍR í Reykjavíkurslag í Domino’s deild karla í körfubolta í dag.

„Við fórum inn í þennan leik og vissum að þeir væru búnir að vinna fyrstu tvo. Við vorum að koma aftur á heimavöll og það er alltaf gott að verja heimavöllinn,“ sagði Kristófer, en hann var næststigahæstur í liði KR með 17 stig.

„Leikurinn var erfiður allan tímann, en ég er virkilega sáttur.“

KR-ingar töpuðu fyrir Stjörnunni í Garðabænum í síðustu umferð. Kristófer segir það hafa hjálpað þeim að koma sér í gírinn fyrir leikinn að hafa harma að hefna.

„Auðvitað. Það situr svolítið í okkur ennþá, og við vildum koma í kvöld og vera grimmir og tilbúnir að ná þessu vonda bragði úr munninum á okkur, sem við gerðum. Við erum komnir aftur á beinu brautina vona ég.“

Leikurinn í kvöld var hörkuspennandi og þó heimamenn væru með yfirhöndina mest allan leikinn þá voru ÍR-ingarnir aldrei langt frá þeim.

„Þeir eru með hörkulit, það verður ekki tekið af þeim. Þetta er svona mómentum lið, ef maður drepur þá ekki strax þá eru þeir alltaf að hanga í manni og eru það góðir að þeir geta hangið inni í svona leikjum. Ef við virðum það ekki þá hefðum við alveg eins getað tapað þessu hérna í kvöld,“ sagði Kristófer Acox.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×