Málalok Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 2. október 2017 06:00 Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. Félagið hafði Landsbankinn stofnað á sínum tíma til að halda utan um eignir konu minnar á sama hátt og gert var fyrir hundruð viðskiptavina bankanna á sínum tíma. Hún valdi ekki einu sinni heiti félagsins og ég efast um að við höfum nefnt orðið Wintris árum saman enda gegndi það ekki öðru hlutverki í huga okkar en að vera nafn á reikningi eiginkonu minnar. Eignirnar sem undir hann heyrðu, og tekjur af þeim, hafa allt frá upphafi verið gefnar upp til skatts á Íslandi án þess að nokkurn tímann væri reynt að forðast skattlagningu hér eða lækka skatta með því að greiða þá erlendis þar sem skattar voru lægri. Það var ekki einu sinni leitast við að fresta skattlagningu fyrsta árið þótt þá hafi verið heimild til þess vegna hlutabréfakaupa (þrátt fyrir ráðleggingar banka þar um). Í samráði við endurskoðanda ákvað Anna að fara varfærnustu leið sem völ var á, í merkingunni að greiða fullan skatt á Íslandi og notast ekki við heimildir laga til að draga úr skattlagningu. Eignirnar og tekjur af þeim voru fram taldar sem eignir og tekjur Önnu. Þrátt fyrir hina miklu, oft á tíðum kolröngu og ruglingslegu umræðu um málið, og þrátt fyrir kaup ríkisstjórnar minnar á upplýsingum um erlend félög í eigu Íslendinga, bárust okkur hjónum engar fyrirspurnir eða önnur erindi frá skattayfirvöldum í framhaldinu. Þeim var enda ljóst að eignirnar hefðu verið gefnar upp allt frá því Anna seldi hlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu. Því hafði auk þess fylgt nafn félagsins, skráningarland og kaupverð. Í ljósi umræðunnar ákváðum við þó, að eigin frumkvæði, að senda ríkisskattstjóra erindi þar sem mun ítarlegri grein var gerð fyrir umræddum eignum og tekjum af þeim en skattframtalsform gera ráð fyrir og gefa kost á. Ríkisskattstjóra var boðið að endurmeta þá aðferð sem lögð var til grundvallar skattlagningu. Ríkisskattstjóri varð við erindinu og við tók margra mánaða ferli þar sem við leituðumst við að veita sem ítarlegust svör við öllum fyrirspurnum. Um áramót barst niðurstaða þar sem ríkisskattstjóri fór nýja leið við útreikning skattstofna (auk þess sem leiðrétt var fyrir síðbúinni innheimtu skuldar við félagið sem talin hafði verið töpuð og hafði ekki skilað sér til hins skilvísa skattgreiðanda Wintris). Þetta fól í sér nokkra hækkun skattstofns. Það sem skipti þó meira máli var að ljóst þótti að ekki hefði verið gerð tilraun til skattaundanskots. Fyrir vikið þurfti ekki að greiða álag af viðbótarupphæðinni. Endurskoðendur okkar töldu hina nýju aðferð ríkisskattstjóra ekki ganga upp. Engu að síður var ákveðið að greiða skattinn til fulls en með fyrirvara. Raunar greiddum við meira en farið var fram á. Ríkisskattstjóri hafði ákvarðað tiltekna upphæð en við bentum á að miðað við forsendurnar sem lágu til grundvallar hefði ríkisskattstjóri vanáætlað hvað við ættum að greiða (við erum samsköttuð). Mér var tjáð að það þættu nokkur nýmæli að skattgreiðandi sem fengi ákvarðaðan á sig skatt færi fram á að ákvörðunin yrði hækkuð. Málinu var svo vísað til yfirskattanefndar til endanlegrar afgreiðslu. Endanleg niðurstaða liggur nú fyrir einu og hálfu ári eftir að þetta hófst allt saman. Úrskurður Yfirskattanefndar er eftirfarandi: „Hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra eru felldar niður. Málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði ákveðst 500.000 kr.“ Eiginkona mín hefur þegar fengið endurgreiðslu vegna ofgreiddra skatta en auk þess mun uppsafnað tap dragast frá á næstu árum. Ef til vill ætti maður að þakka sjónvarpsmönnum fyrir að benda á að eiginkona mín geti sparað sér skattgreiðslur. Mér hefði þó þótt heiðarlegra að sú ábending bærist með öðrum hætti en raun varð. Ef heiðarleg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð og ég eða kona mín einfaldlega verið spurð út í félagið hefði verið hægt að veita allar upplýsingar eins og raunar var gert. Það var hins vegar ekkert tillit tekið til skýringanna því búið var að skrifa handrit fyrir fram. Í stað þess að leita sannleikans var leitast við að draga upp hið gagnstæða með mikilli fyrirhöfn. Sett á svið leikrit, reynt við að blekkja og rugla bæði viðmælendur og áhorfendur, viðtal tekið úr samhengi til að láta það líta út fyrir að vera allt annað en lagt var upp með, litið fram hjá svörum, skýringum og staðreyndum. Tilgangurinn hafði ekkert með sannleiksleit að gera. Handrit og framleiðsla snerust um að reyna að niðurlægja forsætisráðherra Íslands og þar með landið í útlöndum og, eins og við fengum að heyra, fella ríkisstjórn landsins. Hvergi annars staðar voru önnur eins vinnubrögð viðhöfð, ekki einu sinni í Bretlandi þar sem forsætisráðherrann hafði þó haft raunverulegan ávinning af eignum sem skattlagðar voru á lágskattasvæði en ekki í heimalandinu. Umboðsmaður Alþingis tók fljótt af allan vafa um hæfi enda hefði það skotið skökku við ef maðurinn sem var stöðugt að berjast fyrir því að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu hefði talist vanhæfur en ekki allir hinir sem gerðu ráðstafanir sem vörðu eigin hagsmuni (og annarra). Öllu skynsömu fólki má vera ljóst að þótt það hefði ef til vill þjónað pólitískum hagsmunum mínum að auglýsa að ég væri stöðugt að berjast fyrir lagabreytingum sem myndu ganga á hagsmuni eiginkonu minnar hefði slíkt ekki hjálpað til í baráttunni fyrir þeim markmiðum eða þjónað hagsmunum íslensks samfélags. Niðurstaðan varð sú að baráttan vannst og markmiðin náðust. Niðurstaðan varðandi eiginkonu mína er því sú að hún hefur alltaf leitast við að leggja sitt af mörkum til samfélagsins (samanlagðar skattgreiðslur nema á fimmta hundrað milljónum á núvirði), hún hefur ekki nýtt þau tækifæri sem gáfust til að skattleggja eignir sínar í lágskattaríkjum, hún tapaði stórum hluta eigna sinna í bankahruninu og meiru til með lagabreytingum eftir hrun. Næst fórnaði hún enn meiru af því sem eftir var af inneigninni hjá hinum föllnu bönkum til að hægt væri að koma til móts við skuldsett íslensk heimili og bjarga efnahag landsins (og var einn helsti hvatamaður minn í þeim efnum). Hún lét vera að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum á meðan ég væri í stjórnmálum, nýtti sér ekki leið sem henni bauðst til að kaupa krónur á afslætti í gegnum Seðlabanka Íslands og fannst rangt að hagnast á þeim verðtryggðu háu vöxtum sem ég var að berjast gegn. Fyrir vikið, og fyrir að vera gift mér, hefur hún samt mátt þola hreint níð frá mörgum pólitískum andstæðingum mínum og eftir að því tók að linna frá nokkrum fyrrverandi samherjum mínum. Það er þó fyrst og fremst ástæða til að nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem sáu í gegnum moldviðrið og veittu okkur hjónum ómetanlegan stuðning, allt frá því að ráðast í eigin rannsóknir eða standa með mér í pólitíska slagnum að því að veita kærkomna hvatningu á götum úti, í símtölum eða eftir öðrum leiðum. Mér finnst líka ástæða til að þakka þeim sem lögðu á sig mikla vinnu við að yfirfara málið og leiða hið rétta fram hvort sem þeir voru í vinnu fyrir okkur eða samfélagið. Þótt ég hafi ávallt verið meðvitaður um að allt væri með felldu verð ég að viðurkenna að eftir allt það sem á undan var gengið óttaðist ég að það kynni að reynast erfitt að kveða upp eins afdráttarlausan úrskurð og raunin varð. Ný verkefni og tækifæri bíða og ég hlakka til að vinna að þeim af fullum krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Panama-skjölin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra vor hófst mikil umræða um skattgreiðslur eiginkonu minnar, Önnu Pálsdóttur, og þar með mínar líka. Umræðan hverfðist að miklu leyti um félag að nafni Wintris. Félagið hafði Landsbankinn stofnað á sínum tíma til að halda utan um eignir konu minnar á sama hátt og gert var fyrir hundruð viðskiptavina bankanna á sínum tíma. Hún valdi ekki einu sinni heiti félagsins og ég efast um að við höfum nefnt orðið Wintris árum saman enda gegndi það ekki öðru hlutverki í huga okkar en að vera nafn á reikningi eiginkonu minnar. Eignirnar sem undir hann heyrðu, og tekjur af þeim, hafa allt frá upphafi verið gefnar upp til skatts á Íslandi án þess að nokkurn tímann væri reynt að forðast skattlagningu hér eða lækka skatta með því að greiða þá erlendis þar sem skattar voru lægri. Það var ekki einu sinni leitast við að fresta skattlagningu fyrsta árið þótt þá hafi verið heimild til þess vegna hlutabréfakaupa (þrátt fyrir ráðleggingar banka þar um). Í samráði við endurskoðanda ákvað Anna að fara varfærnustu leið sem völ var á, í merkingunni að greiða fullan skatt á Íslandi og notast ekki við heimildir laga til að draga úr skattlagningu. Eignirnar og tekjur af þeim voru fram taldar sem eignir og tekjur Önnu. Þrátt fyrir hina miklu, oft á tíðum kolröngu og ruglingslegu umræðu um málið, og þrátt fyrir kaup ríkisstjórnar minnar á upplýsingum um erlend félög í eigu Íslendinga, bárust okkur hjónum engar fyrirspurnir eða önnur erindi frá skattayfirvöldum í framhaldinu. Þeim var enda ljóst að eignirnar hefðu verið gefnar upp allt frá því Anna seldi hlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu. Því hafði auk þess fylgt nafn félagsins, skráningarland og kaupverð. Í ljósi umræðunnar ákváðum við þó, að eigin frumkvæði, að senda ríkisskattstjóra erindi þar sem mun ítarlegri grein var gerð fyrir umræddum eignum og tekjum af þeim en skattframtalsform gera ráð fyrir og gefa kost á. Ríkisskattstjóra var boðið að endurmeta þá aðferð sem lögð var til grundvallar skattlagningu. Ríkisskattstjóri varð við erindinu og við tók margra mánaða ferli þar sem við leituðumst við að veita sem ítarlegust svör við öllum fyrirspurnum. Um áramót barst niðurstaða þar sem ríkisskattstjóri fór nýja leið við útreikning skattstofna (auk þess sem leiðrétt var fyrir síðbúinni innheimtu skuldar við félagið sem talin hafði verið töpuð og hafði ekki skilað sér til hins skilvísa skattgreiðanda Wintris). Þetta fól í sér nokkra hækkun skattstofns. Það sem skipti þó meira máli var að ljóst þótti að ekki hefði verið gerð tilraun til skattaundanskots. Fyrir vikið þurfti ekki að greiða álag af viðbótarupphæðinni. Endurskoðendur okkar töldu hina nýju aðferð ríkisskattstjóra ekki ganga upp. Engu að síður var ákveðið að greiða skattinn til fulls en með fyrirvara. Raunar greiddum við meira en farið var fram á. Ríkisskattstjóri hafði ákvarðað tiltekna upphæð en við bentum á að miðað við forsendurnar sem lágu til grundvallar hefði ríkisskattstjóri vanáætlað hvað við ættum að greiða (við erum samsköttuð). Mér var tjáð að það þættu nokkur nýmæli að skattgreiðandi sem fengi ákvarðaðan á sig skatt færi fram á að ákvörðunin yrði hækkuð. Málinu var svo vísað til yfirskattanefndar til endanlegrar afgreiðslu. Endanleg niðurstaða liggur nú fyrir einu og hálfu ári eftir að þetta hófst allt saman. Úrskurður Yfirskattanefndar er eftirfarandi: „Hinar kærðu breytingar ríkisskattstjóra eru felldar niður. Málskostnaður til greiðslu úr ríkissjóði ákveðst 500.000 kr.“ Eiginkona mín hefur þegar fengið endurgreiðslu vegna ofgreiddra skatta en auk þess mun uppsafnað tap dragast frá á næstu árum. Ef til vill ætti maður að þakka sjónvarpsmönnum fyrir að benda á að eiginkona mín geti sparað sér skattgreiðslur. Mér hefði þó þótt heiðarlegra að sú ábending bærist með öðrum hætti en raun varð. Ef heiðarleg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð og ég eða kona mín einfaldlega verið spurð út í félagið hefði verið hægt að veita allar upplýsingar eins og raunar var gert. Það var hins vegar ekkert tillit tekið til skýringanna því búið var að skrifa handrit fyrir fram. Í stað þess að leita sannleikans var leitast við að draga upp hið gagnstæða með mikilli fyrirhöfn. Sett á svið leikrit, reynt við að blekkja og rugla bæði viðmælendur og áhorfendur, viðtal tekið úr samhengi til að láta það líta út fyrir að vera allt annað en lagt var upp með, litið fram hjá svörum, skýringum og staðreyndum. Tilgangurinn hafði ekkert með sannleiksleit að gera. Handrit og framleiðsla snerust um að reyna að niðurlægja forsætisráðherra Íslands og þar með landið í útlöndum og, eins og við fengum að heyra, fella ríkisstjórn landsins. Hvergi annars staðar voru önnur eins vinnubrögð viðhöfð, ekki einu sinni í Bretlandi þar sem forsætisráðherrann hafði þó haft raunverulegan ávinning af eignum sem skattlagðar voru á lágskattasvæði en ekki í heimalandinu. Umboðsmaður Alþingis tók fljótt af allan vafa um hæfi enda hefði það skotið skökku við ef maðurinn sem var stöðugt að berjast fyrir því að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu hefði talist vanhæfur en ekki allir hinir sem gerðu ráðstafanir sem vörðu eigin hagsmuni (og annarra). Öllu skynsömu fólki má vera ljóst að þótt það hefði ef til vill þjónað pólitískum hagsmunum mínum að auglýsa að ég væri stöðugt að berjast fyrir lagabreytingum sem myndu ganga á hagsmuni eiginkonu minnar hefði slíkt ekki hjálpað til í baráttunni fyrir þeim markmiðum eða þjónað hagsmunum íslensks samfélags. Niðurstaðan varð sú að baráttan vannst og markmiðin náðust. Niðurstaðan varðandi eiginkonu mína er því sú að hún hefur alltaf leitast við að leggja sitt af mörkum til samfélagsins (samanlagðar skattgreiðslur nema á fimmta hundrað milljónum á núvirði), hún hefur ekki nýtt þau tækifæri sem gáfust til að skattleggja eignir sínar í lágskattaríkjum, hún tapaði stórum hluta eigna sinna í bankahruninu og meiru til með lagabreytingum eftir hrun. Næst fórnaði hún enn meiru af því sem eftir var af inneigninni hjá hinum föllnu bönkum til að hægt væri að koma til móts við skuldsett íslensk heimili og bjarga efnahag landsins (og var einn helsti hvatamaður minn í þeim efnum). Hún lét vera að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum á meðan ég væri í stjórnmálum, nýtti sér ekki leið sem henni bauðst til að kaupa krónur á afslætti í gegnum Seðlabanka Íslands og fannst rangt að hagnast á þeim verðtryggðu háu vöxtum sem ég var að berjast gegn. Fyrir vikið, og fyrir að vera gift mér, hefur hún samt mátt þola hreint níð frá mörgum pólitískum andstæðingum mínum og eftir að því tók að linna frá nokkrum fyrrverandi samherjum mínum. Það er þó fyrst og fremst ástæða til að nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem sáu í gegnum moldviðrið og veittu okkur hjónum ómetanlegan stuðning, allt frá því að ráðast í eigin rannsóknir eða standa með mér í pólitíska slagnum að því að veita kærkomna hvatningu á götum úti, í símtölum eða eftir öðrum leiðum. Mér finnst líka ástæða til að þakka þeim sem lögðu á sig mikla vinnu við að yfirfara málið og leiða hið rétta fram hvort sem þeir voru í vinnu fyrir okkur eða samfélagið. Þótt ég hafi ávallt verið meðvitaður um að allt væri með felldu verð ég að viðurkenna að eftir allt það sem á undan var gengið óttaðist ég að það kynni að reynast erfitt að kveða upp eins afdráttarlausan úrskurð og raunin varð. Ný verkefni og tækifæri bíða og ég hlakka til að vinna að þeim af fullum krafti.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun