Enski boltinn

Liverpool með flest skot af öllum liðum í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho er búinn að skora i hverjum leik að undanförnu en margir félagar hans í framlínunni eru ekki að finna markið.
Philippe Coutinho er búinn að skora i hverjum leik að undanförnu en margir félagar hans í framlínunni eru ekki að finna markið. Vísir/Getty
Það er ekki hægt að gagnrýna Liverpool fyrir að reyna ekki í fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar þótt sigrarnir séu aðeins þrír í fyrstu sjö leikjunum.

Sóknarmenn Liverpool hafa aftur á móti ekki nýtt færin sín vel það sem af er tímabilinu og því er liðið fyrir vikið „bara“ í sjöunda sæti deildarinnar þrátt fyrir tiltölulega auðvelt prógramm til þessa.

Liverpool menn eru hinsvegar á toppnum á listanum yfir þau lið sem hafa tekið flest skot í fyrstu sjö umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Opta hefur tekið þetta saman eins og sést hér fyrir neðan.



Liverpool hefur reynt 137 skot í leikjunum sjö eða 19,6 skot að meðaltali í leik. Liverpool hefur tekið tveimur skotum fleira en topplið Manchester City en engu að síður búið að skora níu mörkum færra.

Það er nóg af hæfileikaríkum framherjum í Liverpool-liðið en markanefið þeirra hefur verið eitthvað stíflað að undanförnu. Liðin er reyndar búið að skora 12 mörk í 7 leikjum en fyrir lið sem fær svona mikið af mörkum á sig þá dugar það engan veginn nægilega vel í stigasöfnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×