Lífið

Jason Schwartzman og Jake Johnson á landinu

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Jason Schwartzman sást um borð í vél WOW air í gær.
Jason Schwartzman sást um borð í vél WOW air í gær.
Leikarinn Jason Schwartz­man sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum hipsterkóngsins Wes Anderson og vinur hans, leikarinn Jake Johnson, sem fer með hlutverk Nicks í New Girl, lentu á Keflavíkurflugvelli í gær.

Heimildarmaður Fréttablaðsins kom auga á þá um borð í vél WOW air þar sem þeir voru í góðu yfirlæti og er talið að þeir ætli að ferðast um Suðurlandið.

New Girl leikarinn Jake Johnson er með félaga sínum Jason Schwarzman í för.
Schwartzman er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk í myndum eins og Rushmore, The Darjeeling Limited, Moonrise Kingdon, Fantastic Mr. Fox og The Grand Budapest Hotel – en það eru allt myndir eftir leikstjórann Wes Anderson sem hefur mikið dálæti á honum – en einnig hefur hann átt hlutverk í The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy og þáttunum Freaks and Geeks.

Jake Johnson fer með eitt aðalhlutverkanna í þáttunum New Girl með Zooey Deschanel og fleirum. Hann hefur líka leikið í Jurassic World, 21 Jump Street og talsett í Bojack Horseman. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×