Körfubolti

Sjáðu upphitunarþáttinn fyrir Domino's deild kvenna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fulltrúar liðanna átta í Domino's deild kvenna.
Fulltrúar liðanna átta í Domino's deild kvenna. vísir/vilhelm
Keppni í Domino's deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum.

Þar mætast Haukar og Stjarnan, Njarðvík og Skallagrímur, Valur og Breiðablik og Snæfell og Keflavík. Leikur Snæfells og Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hitað var upp fyrir tímabilið í Domino's deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti Domino's Körfuboltakvölds í kvöld.

Stefán Árni Pálsson stýrði þættinum og honum til halds og trausts voru Signý Hermannsdóttir og Ágúst Björgvinsson.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitlana sína

Körfuknattleikssamband Íslands kynnti í dag árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokaröðina í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta en kynningarfundur körfuboltatímabilsins fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×