Enski boltinn

Ein frægasta knattspyrnukona heims rekin úr Disney-garðinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Morgan.
Alex Morgan. Vísir/Getty
Bandaríski landsliðsframherjinn Alex Morgan skapaði mikinn usla í skemmtigarðinum Disney World ásamt tveimur liðsfélögum sínum í Orlando City liðinu.

Alex Morgan er aðalframherji bandaríska landsliðsins og ein af allra bestu knattspyrnukonum heims. Hún leikur nú í bandarísku atvinnumanndeildinni en hjálpaði franska liðinu Lyon að vinna Meistaradeildina síðasta vor.

Morgan var rekin út úr Disney's Epcot Centre af lögreglu á sunnudaginn eftir að hafa verið með læti á bar á svæðinu. Bandarískir fjölmiðlar komust á snoðir um þetta í gær.

Upphafið af öllu saman var þegar vinur Alex Morgan, Giles Barnes, ruddist framfyrir í röðinni á bar og í framhaldið hófst mikið rifildi sem stigmagnaðist.

Morgan var öskrandi og æpandi og lét öllum illum látum þegar lögreglan var að fjarlægja hana og vini hennar í Orlando City liðinu af svæðinu.

Hin 28 ára gamla Alex Morgan var í annarlegu ástandi og tilkynnti nærstöddum meðal annars að svona gætu þau ekki farið með hana því hún þekkti menn í sérsveitinni.

Alex Morgan hefur skorað 77 mörk í 130 landsleikjum fyrir Bandaríkin og hún er líka fræg fyrir að hafa verið tvisvar sinnum fyrirsæta í sundfataútgáfu Sports Illustrated.  Hún hefur því verið andlit bandaríska fótboltalandsliðsins í dágóðan tíma og hefur þetta mál því vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×