Erlent

Ætla að lýsa yfir sjálfstæði á næstu dögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna.
Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna. Vísir/AFP
Katalónar ætla sér að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni á næstu dögum. Þetta segir Carles Puigdemont, leiðtogi héraðsins. Hæstiréttur Spánar rannsakar nú hátt setta embættismenn í Katalóníu fyrir landráð. Þeirra á meðal er yfirmaður lögreglunnar þar, en hann er sakaður um að hafa ekki haft stjórn á mótmælendum þegar lögregla gerði athlaup að skrifstofu ríkisstjórnar Katalóníu fyrir atkvæðagreiðsluna um helgina.

Rúmlega 900 manns særðust þegar þjóðvarðlið Spánar reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu um helgina. Yfirvöld Spánar höfðu úrskurðað að atkvæðagreiðslan væri ólögleg. Sömuleiðis segja yfirvöld að 33 lögregluþjónar hafi særst.

Sjá einnig: Átök í Katalóníu (myndbönd frá aðgerðum lögreglu á sunnudaginn)



Í samtali við BBC segir Puigdemont að engar viðræður ættu sér stað á milli leiðtoga Katalóníu og yfirvalda Spánar. Þá segist hann ósammála þeirri yfirlýsingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að atburðir síðustu daga væru innanríkismál Spánar.



Katalónsk verkalýðsfélög stóðu fyrir allsherjarverkfalli í spænska héraðinu í gær vegna aðgerða lögreglu og til að mótmæla framkomu spænskra yfirvalda í garð Katalóna.

Sjá einnig: „Þetta er samfélagsbylting og stórmerkilegt afl“



Filippus Spánarkonungur steig einnig fram í gær og fordæmdi sjálfstæðissinna í Katalóníu. Hann sagði skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa brotið lýðræðislegar grundvallarreglur réttarríkisins og að atkvæðagreiðslan gæti stefnt efnahagi Spánar í voða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×